4. fundur faghóps 4, 27.02.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 4

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

2. fundur , 27. febrúar 2020, kl. 2 eftir hádegi 

í húsnæði Hagfræðistofnunar, st. 312 í Odda.


Fundargerð.

Á fundinum var allur faghópurinn: Brynhildur Davíðsdóttir, Daði Kristófersson og Sigurður Jóhannesson, sem ritaði fundargerðina.

Dagskrá:

1) Staðan á athugun á umhverfisáhrifum Urriðafossvirkjunar. Fram kom að gerð könnunar er langt komin. Umsjón með rýnihópum og netkönnun var boðin út og var tilboði Maskínu tekið.

2) Mat á 12 nýjum virkjunarhugmyndum, sem borist hafa frá Orkustofnun. Rætt var um það hvernig hópurinn mundi vinna úr þeim og fleiri hugmyndum sem von væri á. Ekki væri von á viðbrögðum frá honum fyrr en lokið væri athugun á umhverfisáhrifum Urriðafossvirkjunar.

Fleira var ekki rætt. Fundi var slitið um 2:40, en annar fundur ekki boðaður.