15. fundur verkefnisstjórnar, 06.03.2018
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
15. fundur 6. 3. 2018 14:00-17:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Guðrún Pétursdóttir (GP), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Magnús Guðmundsson (MG), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ).
Gestur: Joerg Hartman (JH) ráðgjafi um mat á virkjanakostum
Formaður setti fundinn og þakkaði Joerg Hartman fyrir að mæta á fund verkefnisstjórnar og deila reynslu sinni af sjálfbærnimati virkjanakosta víða um heim.
JH fór yfir aðferðafræði Hydropower Sustainability Assessment Protocol, einkum til að meta fýsileika virkjanakosta á fyrstu stigum.
Þeir þættir sem lagðir eru til grundvallar í slíku mati eru:
- Sönnuð þörf á framkvæmdinni
- Mat á valkostum
- Stefnumörkun og áætlanir stjórnvalda
- Pólitískir áhættuþættir
- Styrkur viðkomandi innviða
- Tæknilegir þættir og áhætta
- Félagslegir þættir og áhætta
- Umhverfislegir þættir og áhætta
- Hagrænir
eða fjárhagslegir þættir og áhætta
Fundarmenn ræddu þessa þætti alla, með tilliti til íslenskra aðstæðna. Umræðurnar voru upplýsandi og gagnlegar.
Fundi slitið kl 17.
GP ritaði fundargerð