22. fundur verkefnisstjórnar, 27.08.2018
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
22. fundur 27.08.2018 13:00-16:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Elín R. Líndal (ERL), Guðrún Pétursdóttir (GP), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Herdís Helga Schopka (HHS).
Forföll: Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Helgi Jóhannesson (HJ) og Magnús Guðmundsson (MG).
Gestir: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Jón Ásgeir Kalmansson (JÁK) og Magnfríður Júlíusdóttir (MJ) sátu fundinn.
- Fundur settur kl. 13:00.
- Verkefni haustsins: GP leggur til haustið verði nýtt til að skýra aðferðafræði faghópa og verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Einnig verði lokið þeim rannsóknum sem faghópar hófu í sumar. UAR og HÍ þurfa að ganga frá greiðslu stjórnunarkostnaðar vegna rannsókna sem starfsfólk HÍ vinnur fyrir rammaáætlun. HHS tekur að sér að ræða við fjármálastjóra UAR um það.
- Faghópur 1: ÁLA segir frá umræðum í F1 um þróun aðferðafræði í hópnum. Helst hefur verið rætt um hvernig gæði gagna séu metin og þörf á að styrkja aðferðafræði um vistkerfi í ljósi nýs vistgerðakorts fyrir allt landið. Vinna við aðferðafræði um landslag og víðerni er í gangi.
- Faghópur 2: ADS segir að í F2 sé áhugi á að skoða einkunnirnar (10-6-3-1-0) og hvaða áhrif það hefði á niðurstöður hópsins ef þær væru með öðrum hætti, t.d. eins og hjá faghópi 1. Einnig þurfi að ræða um skilgreiningar á áhrifasvæði virkjana. Bæta þarf samstarf við ferðaþjónustuna og kanna hvað líði stefnumörkun um nýtingu landsins til ferðamennsku en nýlokið er markhópagreiningu fyrir allt landið.
- Faghópur 3: Ljóst er að viðfangsefni F3 er vandasamt og þarf að leggjast yfir mögulegar nálganir og aðferðir. Erfitt muni reynast að raða virkjanakostum í F3 á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja um möguleg hagræn og samfélagsleg áhrif þeirra. Fjölga þarf í faghópnum og hjálpast að við að skilgreina hvernig tekið verður á þessum flóknu viðfangsefnum.
- Miklar umræður sköpuðust um aðferðir og starf faghópanna og samstarf þeirra á milli. ERL bendir á að í 3. áfanga hafi verkefnisstjórn ekki komið að vinnu við aðferðafræði faghópa. Formenn faghópa 1 og 2 munu taka saman yfirlit um hvað þarf að endurskoða í aðferðum síns faghóps og skila til verkefnisstjórnar fyrir nóvemberlok.
- Í RÁ3 komu fram athugasemdir bæði virkjanaaðila og umhverfissamtaka á aðferðafræði faghópa og verkefnisstjórnar. Ákveðið að bjóða þeim til funda við faghópa og verkefnisstjórn til að ræða þeirra ábendingar og fyrirætlanir.
- Ákveðið að halda nú á haustmánuðum málþing um áhrif virkjana á náttúru og samfélög. Formenn faghópa og verkefnisstjórn taka að sér að safna tillögum um frummælendur. ÁLA heldur utan um verkefnið.
- Kynningarfundur um vindorku: Verkefnisstjórn hyggst boða til kynningarfundar um vindorku, áhrif og þróun orkugjafans o.s.frv. GP ræðir m.a. við skipulagsstjóra, Hlökk Theódórsdóttur, um mögulega fyrirlesara og fyrirkomulag.
- Fleira
ekki gert og fundi slitið kl. 16.
HHS ritaði fundargerð.