36. fundur, 29.11.2019

Fundarfrásgögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

36. fundur 29.11.2019 kl 10-12

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið


Mætt eru: Anna Dóra Sæþórsdóttir, Elín R. Líndal, Guðrún Pétursdóttir, Jón Ásgeir Kalmansson, Magnús Guðmundsson (á fjarfundi), Sigurður Jóhannsson, og Þóra Ellen Þórhallsdóttir

Ennfremur: Þorsteinn Sæmundsson

Boðuð forföll: Ása L. Aradóttir, Guðrún Sævarsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson og Þórgnýr Dýrfjörð.


Dagskrá:

  1. Landfræðileg afmörkun svæða í verndarflokki RÁ3

Verkefnisstjórn RÁ fékk fyrirspurn frá UAR um að endurskoða nákvæmi í landfræðilegri afmörkun verndarsvæða 3. áfanga RÁ, eins og þeir birtust í lokaskýrslu þeirrar verkefnisstjórnar. Eftir skoðun á málinu telur verkefnisstjórn sig ekki hafa nægar forsendur til að endurskoða þær afmarkanir eins og þær liggja fyrir, enda byggja þær á þeirri faglegu vinnu sem unnin var í 3. áfanga og voru settar fram í þeirra lokaskýrslu með tillögum þeirra um svæði í verndarflokki. Verkefnisstjórn hefur upplýst UAR um þetta.

  1. Endurbætur á lagaramma RÁ

Til stendur að breyta lögum nr. 48/2011 svo þau nái utan um meðferð hugmynda um vindorkuvirkjanir. Verkefnisstjórn vill koma á framfæri hugmyndum um aðrar endurbætur sem mætti gera á sama tíma.

Þegar verkefnisstjórn RÁ3 lauk störfum sendi hún umhverfisráðherra minnisblað um reynslu verkefnisstjórnar RA3 af framfylgd laga nr. 48/2011.

Á fundinum var farið yfir þetta minnisblað, reglugerð með lögunum, og önnur atriði, sem fundarmenn telja að megi endurbæta. Formanni falið að koma þessum ábendingum á framfæri við UAR.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 12

GP ritaði fundargerð