37. fundur 23.01.2020

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

37. fundur 23.01.2020 kl 14-16

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið


Mætt: Elín Líndal (á fjarfundi) Guðrún Pétursdóttir formaður, Guðrún Sævarsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson (a fjarfundi), Magnús Guðmundsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir

Formenn faghópa: Anna Dóra Sæþórsdóttir, Ása Aradóttir, Jón Ásgeir Kalmansson, Sigurður Jóhannesson

Frá UAR: Þorsteinn Sæmundsson

Forföll boðaði Þórgnýr Dýrfjörð


Dagskrá: 

1. Starfstími verkefnastjórnar og faghópa

GP greindi frá fundi þeirra MG með Jóni Geir Péturssyni og Þorsteini Sæmundssyni þar sem fjallað var um horfur ársins. Ljóst er að skipunartími verkefnastjórnar rennur út í byrjun apríl 2021. Miðað við lagarammann, sem m.a. kveður á um margra mánaða kynningar- og umsagnarferli, munu frumtillögur verkefnastjórnar um flokkun virkjanahugmynda verða að liggja fyrir í ágústlok 2020. Enn hafa engar tillögur borist til verkefnastjórnar. JGP sagði að skil verkefnastjórnar yrðu að ráðast af þeim tíma sem hún hefði til starfa og ekki yrði ætlast til þess að henni ynnist tími til að flokka virkjanahugmyndirnar með sama hætti og fyrri verkefnastjórnir hafa gert.

Fundarmenn lýstu áhyggjum yfir þessum knappa tímaramma og lögðu áherslu á mikilvægi þess að vanda til verka við matið.

2. Fjármál

GP og ÞS fóru yfir fjárhagsramma RÁ4 fyrir árið 2020.

3. Orkustofnun

GP rifjaði upp að Orkustofnun staðfesti síðla hausts að innkomnar hugmyndir að nýjum virkjunum verði sendar verkefnastjórn í tveimur áföngum, 1.febrúar 2020 og 1. apríl 2020. Hún hefur minnt OS á skilafrestinn.

4. Framlagning þingsályktuartillögu um RÁ3

Rædd voru áform ráðherra umhverfis- og auðlindamála um að leggja fram á vorþingi þingsálytunartillögu um RÁ3 samhliða frumvarpi um þjóðgarð á miðhálendi Íslands og frumvarpi um Þjóðgarðamiðstöð.

5. Önnur mál

GP greindi frá erindum sem borist hafa frá síðasta fundi og verða búin undir umfjöllun verkefnastjórnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 16

GP ritaði fundargerð