4. fundur verkefnisstjórnar, 09.08.2017
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
4. fundur 09.08. 2017 09:00-12:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti
Mætt, aðalmenn: Guðrún Pétursdóttir (GP), Elín R. Líndal (ERL), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Helgi Jóhannesson (HJ), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).
Gestur: Jón Geir Pétursson (JGP), skrifstofustjóri á skrifstofu landgæða í UAR, sat fundinn í upphafi hans.
- Fundur settur kl 9:00.
- Fjármál: JGP kynnti tillögur UAR um launagreiðslur til verkefnisstjórnar og
faghópa. RÁ mun fá ákveðna fjárhæð á ári,
sem er yfirfæranleg milli ára.
Fjárhagsramminn verður 100 miljónir 2017, 150 milljónir 2018 og 2019 og 100 milljónir 2020 og 2021. Miðað verður við launagreiðslur í 3. Rammaáætlun,
en fjárhæðir uppfærðar til núvirðis. Fundarmenn lýstu ánægju með tillögurnar. Rædd var nauðsyn þess að árlega verði gerð fjárhagsáætlun fyrir verkefnisstjórn og faghópa í samvinnu fyrir formenn faghópa og fjármálasvið UAR.
- Tímalaun faghópa og verkefnisstjórnar uppfærast í kr. 9550.-
- Verkefnisstjórn fær fasta greiðslu (var 50 þús kr./mán – verður rúmlega 67 þús. kr./mán) og tímalaun fyrir fundasetu.
- Formaður verkefnisstjórnar fær tvöfalda fasta greiðslu, tímalaun fyrir fundasetu og sérstaklega greitt fyrir aðra vinnu fyrir RÁ skv. reikningi.
- Faghópar fá greitt fyrir fundasetu.
- Formaður faghóps fær greiddar 10 stundir á mánuði fyrir stjórnunar- og umsýsluálag
- Nánar er kveðið á um fyrirkomulag greiðslna í minnisblaði sem er í vinnslu á skrifstofu fjármála og rekstrar í UAR.
- Samstarf formanns og varamanns. GP opnaði umræður um hvað starf formanns er umfangsmikið og flókið og nauðsynlegt að tryggja samfellu í starfi nefndarinnar ef formaður forfallast. Fundarmenn allir sammála um það og samþykktu einróma eftirfarandi bókun: Verkefnisstjórn 4. RÁ samþykkir að Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands sitji fundi verkefnisstjórnar formanni til aðstoðar.
- Verkáætlun verkefnisstjórnar. GP kynnti drög að „tímalínu“ í starfi verkefnisstjórnar samkvæmt þeim tímamörkum sem fram koma í lögum og reglugerð. Þar sem ytri tímaramminn liggur ekki fyrir, er ekki hægt að skipuleggja lengd hvers verkþáttar á þessu stigi, heldur aðeins röð þeirra. Umræður sköpuðust um flesta verkþætti, og sérstaklega um nauðsyn þess að tryggja að faghópar gætu stundað rannsóknir í tvö sumur, þar sem margar rannsóknir eru háðar árstíð. Einnig var sérstaklega rædd nauðsyn þess kynna sem fyrst starf nefndarinnar og fyrirliggjandi virkjanahugmyndir.
- Virkjanatillögur í 3 RÁ sem fóru beint í biðflokk. ÞEÞ kynnti virkjanatillögur sem lagðar voru fyrir verkefnisstjórn 3RÁ en ekki reyndist unnt að fjalla um ítarlega vegna skorts á gögnum.
- Næsti fundur verður 30.ágúst og ákveðið að funda örar í september til að undirbúa skipan faghópa.
- Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 12.
Fundargerð ritaði GP