4. fundur verkefnisstjórnar, 09.08.2017

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

4. fundur 09.08. 2017 09:00-12:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Mætt, aðalmenn:  Guðrún Pétursdóttir (GP), Elín R. Líndal (ERL), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Helgi Jóhannesson (HJ), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

Gestur: Jón Geir Pétursson (JGP), skrifstofustjóri á skrifstofu landgæða í UAR, sat fundinn í upphafi hans.


  1. Fundur settur kl 9:00. 
  2. Fjármál: JGP kynnti tillögur UAR um launagreiðslur til verkefnisstjórnar og faghópa. RÁ mun fá ákveðna fjárhæð á ári, sem er yfirfæranleg milli ára.  Fjárhagsramminn verður 100 miljónir 2017, 150 milljónir  2018 og 2019 og 100 milljónir 2020 og 2021. Miðað verður við launagreiðslur í 3. Rammaáætlun, en fjárhæðir uppfærðar til núvirðis. Fundarmenn lýstu ánægju með tillögurnar. Rædd var nauðsyn þess að árlega verði gerð fjárhagsáætlun fyrir verkefnisstjórn og faghópa í samvinnu fyrir formenn faghópa og fjármálasvið UAR.
    1. Tímalaun faghópa og verkefnisstjórnar uppfærast í kr. 9550.-
    2. Verkefnisstjórn  fær fasta greiðslu (var 50 þús kr./mán – verður rúmlega 67 þús. kr./mán) og tímalaun fyrir fundasetu.
    3. Formaður verkefnisstjórnar fær tvöfalda fasta greiðslu, tímalaun fyrir fundasetu og sérstaklega greitt fyrir aðra vinnu fyrir RÁ skv. reikningi.
    4. Faghópar fá greitt fyrir fundasetu.
    5. Formaður faghóps fær greiddar 10 stundir á mánuði fyrir stjórnunar- og umsýsluálag
    6. Nánar er kveðið á um fyrirkomulag greiðslna í minnisblaði sem er í vinnslu á skrifstofu fjármála og rekstrar í UAR.   
  3. Samstarf formanns og varamanns.  GP opnaði umræður um hvað starf formanns er umfangsmikið og flókið og nauðsynlegt að tryggja samfellu í starfi nefndarinnar ef formaður forfallast. Fundarmenn allir sammála um það og samþykktu einróma eftirfarandi bókun:  Verkefnisstjórn 4. RÁ samþykkir að Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands sitji fundi verkefnisstjórnar formanni til aðstoðar.
  4. Verkáætlun verkefnisstjórnar. GP kynnti drög að „tímalínu“ í starfi verkefnisstjórnar samkvæmt þeim tímamörkum sem fram koma í lögum og reglugerð.  Þar sem ytri tímaramminn liggur ekki fyrir, er ekki hægt að skipuleggja lengd hvers verkþáttar á þessu stigi, heldur aðeins röð þeirra. Umræður sköpuðust um flesta verkþætti, og sérstaklega um nauðsyn þess að tryggja að faghópar gætu stundað rannsóknir í tvö sumur, þar sem margar rannsóknir eru háðar árstíð. Einnig var sérstaklega rædd nauðsyn þess kynna sem fyrst starf nefndarinnar og fyrirliggjandi virkjanahugmyndir.
  5. Virkjanatillögur í 3 RÁ sem fóru beint í biðflokk.  ÞEÞ kynnti virkjanatillögur sem lagðar voru fyrir verkefnisstjórn 3RÁ en ekki reyndist unnt að fjalla um ítarlega vegna skorts á gögnum.
  6. Næsti fundur verður 30.ágúst og ákveðið að funda örar í september til að undirbúa skipan faghópa. 
  7. Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 12.

Fundargerð ritaði GP