45. fundur 09.06.2020

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar

um vernd og orkunýtingu landsvæða

45. fundur 9. júní 2020 kl 10-12

Fjarfundur á Teams

Mætt voru

Verkefnisstjórn:

Elín Líndal, Guðrún Pétursdóttir, Guðrún Sævarsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, Magnús Guðmundsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Þórgnýr Dýrfjörð

Frá UAR Þorsteinn Sæmundsson

Dagskrá

1. Mat faghópa á virkjanahugmyndum

2. Samskipti verkefnisstjórnar við Orkustofnun vegna gagna

3. Vettvangsferð RÁ4 11-12 ágúst 2020

4. Verklag verkefnisstjórnar og faghópa næstu mánuði

1. Formaður hóf umræðu um að eftir kynningu virkjanaaðila í maí liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða virkjanakostum vatnsafls- og jarðvarmavirkjana fylgja nægileg gögn til að hægt sé að hefja vinnu við mat þeirra. Aðrir fá tækifæri til að senda viðbótargögn.

2. Formaður fór yfir samskipti við Orkustofnun vegna þeirra gagna sem verkefnisstjórn og formenn faghópa hafa skilgreint sem nauðsynleg fyrir mat á vindorkukostum.

3. Vettvangsferð Rammaáætlunar verður farin 11 til 12 ágúst 2020 og er fyrirhugað að fara um SV hluta landsins og skoða fyrirhuguð svæði fyrir bæði vatnsafls- og vindorkuvirkjanir.

4. Rætt um verklag næstu mánaða og hvernig skilvirkast er að haga vinnunni þar til skipunartími verkefnisstjórnar og faghópa rennur út í lok mars 2021.

Fleira ekki gert og fundi slitið

GP/ÞS rituðu fundargerð