47. fundur, 31.08.2020

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar

um vernd og orkunýtingu landsvæða

47. fundur 31.ágúst 2020 kl 17-18:30

Fjarfundur á Teams

Mætt voru

Verkefnisstjórn:

Elín R. Líndal, Guðrún Pétursdóttir, Guðrún Sævarsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, Magnús Guðmundsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir Þórgnýr Dýrfjörð

Formenn faghópa: Anna Dóra Sæþórsdóttir, Ása Aradóttir, Jón Ásgeir Kalmansson, Sigurður Jóhannesson

Frá UAR Herdís Helga Schopka og Þorsteinn Sæmundsson


Dagskrá:

Staða verkefna hjá faghópum

Ákvörðun um vettvangsferðir


  1. Formaður bauð fundarmenn velkomna og sérstaklega Herdísi Helgu Schopka, sem situr nú sinn fyrsta fund eftir barneignaleyfi. Formönnum faghópa boðið að segja frá stöðu mála í þeim verkefnum sem faghópur þeirra er að vinna að. 
    1. Faghópur 1 – Ása L Aradóttir gerði grein fyrir stöðu verkefna faghóps 1. 
      • Verkefni á vegum faghópsins ganga að mestu samkvæmt áætlun. Von er á fyrstu skýrslum um lífríki vatnavistkerfa og flokkun fuglalands í september. Samningagerð vegna vettvangsvinnu er áætluð var sumarið 2020 hefur gengið hægt, þannig að fá verkefni eru hafin en reynt verður að nota tímann í september eftir því sem veður leyfir.  
    2. Faghópur 2 – Anna Dóra Sæþórsdóttir gerði grein fyrir stöðu verkefna faghóps 2 
      1. Fræðileg samantekt um áhrif vindorkuvera á ferðamennsku og útivist. Verkefnið á lokametrum. Skil á skýrslu eftir 1-2 vikur.
      2. Áhrifasvæði virkjana: Gagnaöflun lokið. Verið að vinna að innslætti gagna.
      3. Viðhorf ferðaþjónustunnar til nokkurra virkjanakosta sem lagðir hafa verið fyrir RÁ4. Gagnaöflun lokið. Verið að vinna að innslætti gagna.
      4. Viðhorf útivistar til nokkurra virkjanakosta sem lagðir hafa verið fyrir RÁ4. Búið að taka um 5-6 viðtöl. Haldið verður áfram í september. 
    3. Faghópur 3 – Jón Ásgeir Kalmansson gerði grein fyrir stöðu verkefna faghóps 3 
      • Faghópur 3 hefur í júní og ágúst rætt við sveitarstjórnarfulltrúa, fulltrúa virkjunaraðila, sérfræðinga á sviði byggðamála, og aðra sem þekkingu hafa á aðstæðum á þeim svæðum þar sem vatnsaflskostir eru staðsettir í 4. áfanga Rammaáætlunar. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur haldið utan um þessa vinnu og eru öll viðtölin tekin upp til nánari úrvinnslu. Viðtölum mun væntanlega ljúka nú í vikunni. 
      • Nú verður rætt við hlutaðeigandi aðila á þeim 5 vindorkusvæðum sem nægileg gögn hafa borist um til að þeir verði metnir á næstu mánuðum. 
    4. Faghópur 4 – Sigurður Jóhannesson gerði grein fyrir stöðu handbókarinnar um hagrænt mat virkjanaframkvæmda. Viðtölum við rýnihópa vegna könnunar er lokið og verður hún send út á næstu dögum.
  2. Vettvangsferðir 
    • Ætlunin hafði verið að verkefnisstjórn og faghópar færu í 2-daga vettvangsferð til að skoða virkjanakosti 12-13 ágúst 2020. Vegna hertra sóttvarnarreglna varð að fresta þeirri ferð. 
    • Nú eru aðstæður breyttar, enn verður að taka tillit til sóttvarna og ljóst að erfitt verður að finna tíma sem hentar öllum hópnum fyrir dagsferð, hvað þá tveggja daga ferð. Ákveðið er að skoða aðeins þá virkjanakosti sem faghópar hafa fengið nægileg gögn um til að geta metið og unnt er að heimsækja af landfræðilegum ástæðum. Aflað verður upplýsinga með loftmyndum um virkjanakosti á Glámuheiði og Hamarsvirkjun sem erfitt er að komast á. Niðurstaðan sú að faghópar og verkefnisstjórn skoði virkjanir sem áformað er að stækka við Vatnsfellsstöð, Sigöldustöð og Hrauneyjarfossstöð, ásamt vindorkuveri við Búrfellslund. Miðað verður við að fara í þá ferð um helgi. 
    • Hluti faghópa og verkefnisstjórnar skoði Vindheima og Alviðru. Formenn faghópa gera tillögu um hverjir fara í þær ferðir úr þeirra hópi. Fulltrúar verkefnastjórnar verða einnig með í för. Leitast verður við að halda kostnaði í lágmarki.
  3. Önnur mál  
    • Rætt um leiðir til að afgreiða þá kosti sem faghópar geta mögulega lokið umfjöllun um í haust. Verklag rammaáætlunar kallar á röðun valkosta, en vegna þess hve gögn hafa borist seint – og vantar enn fyrir langflesta vindorkukostina, verður aðeins hægt að ljúka umfjöllun um fáa kosti. Mögulega mætti raða þeim inn í röð fyrri virkjanakosta – í RÁ2 eða RÁ3. Formaður mun kanna hvort lagalegir meinbugir eru á að sú leið verði farin.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18:30

GP ritaði fundargerð



/síðast breytt 19.10.2020, leiðrétting á fundargestum