48. fundur, 25.09.2020

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar

um vernd og orkunýtingu landsvæða

48. fundur 25. september 2020 kl 13:00-14:00

Fjarfundur á Teams

Mætt voru

Verkefnisstjórn:

Guðrún Pétursdóttir, Guðrún Sævarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Þórgnýr Dýrfjörð

Formenn faghópa: Anna Dóra Sæþórsdóttir, Ása Aradóttir, Jón Ásgeir Kalmansson, Sigurður Jóhannesson

Frá UAR Herdís Helga Schopka

Boðuð forföll: Elín R. Líndal, Hilmar Gunnlaugsson 


Dagskrá: 

  1. Bréf Orkustofnunar frá 17.9.2020 
  2. Fundur faghópa og verkefnisstjórnar


Fundarfrásögn 

  1. Orkustofnun sendi formanni bréf þann 17.9.2020 þar sem kynnt var ákvörðun OS um að kalla eftir gögnum frá virkjanaaðilum vindorkukosta. 
    • Til þessa hefur OS áframsent slíkar virkjanahugmyndir beint til verkefnisstjórnar RÁ, án þess að meta meðfylgjandi gögn eða kalla eftir ákveðnum gögnum. Verkefnisstjórn fór fram á að OS kallaði eftir ákveðnum gögnum frá virkjanaaðilunum, og gerði OS það að hluta 15.júní 2020. Nú dregur OS það kall til baka og skilgreinir á nýjan leik þau gögn sem hún fer fram á að fá frá virkjanaaðilunum. 
    • Það vekur athygli að ekki er beðið um nein gögn sem varða sýnileikagreiningu eða væntanlegt útlit virkjana í landslaginu. Gert er ráð fyrir að slíkra gagna verði aflað á kostnað rammaáætlunar – þ.e. skattgreiðenda. Þetta atriði var rætt á fundinum og sagði MG að með nýjustu tækni og gögnum megi búa til myndir af ásýnd væntanlegra vindorkuvera í landslaginu á samræmdan hátt, sem er kostur. 
    • OS kallar heldur ekki eftir upplýsingum um lýsingu á vindmyllunum, en vegna öryggis í flugi er gerð krafa um að mannvirki af slíkri hæð hafi viðvörunarljós. Ef virkjanaaðilar gefa ekki upplýsingar um fyrirhugaða lýsingu, mun verkefnastjórn RÁ4 ganga út frá því að ljós verði á öllum vindmyllunum. GP mun gera grein fyrir því í svari til OS. 
  2. Ákveðið er að halda sameiginlegan fund faghópa og verkefnisstjórnar til að taka stöðuna á öllum verkefnum sem RÁ4 hefur unnið að. Þar mun hver faghópur kynna sína vinnu og afurðir til þessa. Þannig fá allir tilfinningu fyrir hver staðan er nú í upphafi haustannar. Formenn faghópa taka að sér að undirbúa kynningar sinna faghópa. 
  3. Til upplýsingar skal þess getið að vettvangsferð rammaáætlunar, sem fara átti um Suðurland laugardaginn 26. september 2020, var frestað vegna þriðju bylgju COVID-19, sem gerir dagsferð í hópferðabíl erfiða vegna sóttvarna. 
Fleira ekki gert og fundi slitið

GP/HHS rituðu fundargerð