51. fundur, 04.12.2020

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar

um vernd og orkunýtingu landsvæða

51. fundur 4. desember 2020 kl. 11:00-12:00

Fjarfundur á Teams

Mætt voru

Verkefnisstjórn: Guðrún Pétursdóttir, Guðrún Sævarsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, Magnús Guðmundsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Þórgnýr Dýrfjörð

Faghópur 1: Ása L. Aradóttir, Jón S. Ólafsson, Kristján Jónasson, Þorvarður Árnason

Faghópur 2: Anna Dóra Sæþórsdóttir, Anna G. Sverrisdóttir, David Christopher Ostman (starfsmaður faghópsins), Einar Torfi Finnsson, Guðmundur Jóhannesson, Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, Sveinn Runólfsson.

Faghópur 3: Jón Ásgeir Kalmansson, Hjalti Jóhannesson, Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Faghópur 4: Sigurður Jóhannesson.

Umhverfisráðuneyti: Herdís Helga Schopka

Gestir: Ásbjörn Blöndal og Axel Viðarsson frá HS Orku


1. Formaður verkefnisstjórnar setti fundinn og bauð alla velkomna.

2. Kynning HS Orku á stækkunaráformum jarðvarmaversins í Svartsengi (R4293A) ( sjá kynningu ). Axel Viðarsson og Ásbjörn Blöndal kynntu áform fyrirtækisins og svöruðu spurningum fundarmanna um ýmis atriði m.a. varðandi vatnsnotkun, blástur hola, jarðfræðileg tengsl virkjunarsvæðisins við Eldvörp ofl. Ákveðið að efna til vettvangsferðar til HS Orku þegar aðstæður leyfa á nýju ári.

3. GP fór stuttlega yfir stöðu vinnu við rammann. ÞD undirbýr skoðunarferð að Vindheimum í Hörgárdal, sem ETF mun skoða á næstunni fyrir hönd Faghóps 2.

4. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00.

GP/HHS rituðu fundargerð.