53. fundur, 25. janúar 2021

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar

um vernd og orkunýtingu landsvæða

53. fundur, 25. janúar 2021 kl. 13:00-15:00

Fjarfundur á Teams

Mætt voru

Verkefnisstjórn: Elín Líndal, Guðrún Sævarsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, Magnús Guðmundsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Þórgnýr Dýrfjörð

Umhverfisráðuneyti: Herdís Helga Schopka


  1. Farið var yfir Skýrslu starfshóps um samspil vindorku og rammaáætlunar, Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun (málsmeðferðvirkjunarkosta í vindorku), og Tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúruÍslands og teknar niður athugasemdir og ábendingar verkefnisstjórnar RÁ4.
  2. Formanni falið að taka saman ábendingarnar, og mögulega að bæta í skjalið ábendingum faghópanna þegar þær liggja fyrir.
  3. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00.

GP/HHS rituðu fundargerð.