6. fundur verkefnisstjórnar, 11.09.2017

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

6. fundur 11.09. 2017 13:00-16:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

 

Mætt: Guðrún Pétursdóttir (GP), Elín R. Líndal (ERL), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Helgi Jóhannesson (HJ), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD), Magnús Guðmundsson (MG) og Herdís Helga Schopka (HHS). HJ yfirgaf fundinn kl. 14:50.

Gestir: Sigríður Svana Helgadóttir lögfræðingur í UAR sat fundinn.

 

  1. Fundur settur kl. 13:00.
  2. Lögin um rammaáætlun, 48/2011 – yfirferð lögfræðings: SSH fór yfir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Hver grein laganna var skoðuð og rædd sérstaklega.
  3. Nokkrar umræður sköpuðust um skilyrði þess að verkefnisstjórn taki virkjunarkost til endurmats og voru þau álitamál ekki útkljáð að þessu sinni.
  4. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:57.

HHS ritaði fundargerð.



Síðasta breyting: Lið 3 bætt inn í fundargerðina (4.10.2017).