8. fundur verkefnisstjórnar, 2.10.2017

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

8. fundur 02.10.2017 12:30-15:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

 

Mætt: Guðrún Pétursdóttir (GP), Elín R. Líndal (ERL), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Helgi Jóhannesson (HJ), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Herdís Helga Schopka (HHS).

Forföll: Magnús Guðmundsson (MG)

  1. Fundur settur kl. 12:35. 
  2. Faghópar í 4. áfanga: 
    • Fyrir liggur að skipa faghópa til starfa í 4. áfanga. Rætt var um mögulega skipan þeirra, aðferðir og helstu viðfangsefni. Í fyrri áföngum hefur ekki gengið sem skyldi að meta efnahags- og samfélagsleg áhrif virkjunarkosta og vilji stendur til þess að gefa þeim viðfangsefnum sérstakan gaum í 4. áfanga. 
    • Ræddir möguleikar á leita ráða hjá innlendum og erlendum fagstofnunum á þessum sviðum. Einnig að kalla saman hóp sérfræðinga sem orðið gæti verkefnisstjórn til ráðgjafar um tilhögun þessa starfs.
  3. Fleira ekki gert og fundi slitið kl 14:40.

HHS ritaði fundargerð.