9. fundur verkefnisstjórnar, 9.10.2017
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
9. fundur 09.10.2017 12:30-15:30
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti
Mætt: Guðrún Pétursdóttir (GP), Elín R. Líndal (ERL), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Helgi Jóhannesson (HJ), Magnús Guðmundsson (MG), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Herdís Helga Schopka (HHS).
- Fundur settur kl. 12:35.
- Stækkun friðlands í Þjórsárverum: Fyrr í dag var undirrituð stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. ÞEÞ fór yfir ný mörk friðlandsins og skilmála friðlýsingarinnar.
- Faghópur 3: Rætt um að bjóða séfræðingum um rannsóknir á samfélagslegum áhrifum stórframkvæmda á næsta fund vstj. Lagt til að fá Þórodd Bjarnason og Kjartan Ólafsson frá Háskólanum á Akureyri, Birnu Árnadóttur frá Skipulagsstofnun, og mögulega Önnu Karlsdóttur, sem nú starfar hjá Nordregio í Stokkhólmi, til að funda þann 23. október. HJ býður aðstöðu hjá Lex lögmannsstofu í Borgartúni 26.
- Faghópur 1: Rætt um skipan faghóps 1. Menn sammála um að ákveðin endurnýjun faghópa sé nauðsynleg og ýmsir möguleikar nefndir í því sambandi.
- Fleira ekki gert og fundi slitið kl 15:00.
HHS ritaði fundargerð.