1. fundur faghóps 1, 19.04.2022

Fundarfrásögn

Faghópur 1

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

1. fundur, 19.04.2022, kl. 10 – 12

Fjarfundur

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoega (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ)

Fundarritari: HHÆ

  1. Kynning á meðlimum faghóps: Meðlimir fagshópsins kynntu sig en margir eru að koma í fyrsta sinn að vinnu við rammaáætlun. Þeir gerðu grein fyrir sérsviðum sínum og fyrri aðkomu að rammaáætlun eftir því sem við átti.

  1. Kynning á stöðu mála: HHÆ kynnti stuttlega stöðuna á RÁ5

  1. Kynning á rammaáætlun: HHÆ hélt kynningu á rammaáætlun; um hvað rammaáætlun er sem og hlutverk verkefnastjórnar og faghópa.

  1. Næstu fundartímar: HHÆ sagði frá fyrirhuguðum sameiginlegum fundardegi verkefnisstjórnar og allra faghópa RÁ 2. maí og hvatti öll til að mæta.

Fundi slitið kl. 12.