11. fundur faghóps 1, 11.10.2022
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1
í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
11. fundur – 11. október 2022, kl. 9:00-11:00
Fjarfundur
Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðný Zoega (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Kristín Svavarsdóttir (KS) og Kristján Jónasson (KJ)
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Jón S. Ólafsson boðuðu forföll
Gestir fundar: Ása L. Aradóttir (ÁLA) og Herdís Helga Schopka (HHS)
Fundarritari: HHÆ
Kynning á viðföngum: ÁLA sem sat í faghópi 1 í 3. áfanga og var formaður hans í 4. áfanga hélt kynningu um viðföngin „Lífverur“ (undirviðfang: plöntur) og „Vistkerfi og jarðvegur“. Rætt var um aðferðafræðina við mat á viðföngum, forgangsröðun og rannsóknir.
Kynning á minnisblaði um greiðslur: HHS starfsmaður verkefnastjórnar og tengiliður hennar við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnti og svaraði spurningum faghópsins um minnisblað um fyrirkomulag greiðslna vegna vinnuframlags í og fyrir faghópa rammaáætlunar.
Fundi slitið kl. 11:00