14. fundur faghóps 1, 15.11.2023

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1

í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

14. fundur – 15. nóvember 2022

Fjarfundur

Fundur hófst kl. 9

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GJ), Guðný Zoega (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ)

Fjarverandi: Jón S. Ólafsson (JSÓ)

Fundarritari: HHÆ

  1. Kynningar á vindorkukostum:

Kynningar virkjunaraðila á vindorkukostum voru ræddar og meðlimir faghópsins þótti þær gagnlegar. Jafnframt var óskað eftir fleiri og fjölbreyttari kynningum sem tengjast vindorku.

  1. Héraðsvötn:

Rætt var lítillega um ósk verkefnisstjórnar að faghópur 1 undirbúi mat á þeim atriðum sem fjallað er um í nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um virkjunarkosti í Héraðsvötnum frá 10. júní 2022.

  1. Önnur mál

HHÆ sagði frá uppleggi á vinnudegi faghóps 1, 1.des. næstkomandi.

Fundi slitið kl. 10:00