17. fundur faghóps 1, 10.01.2023
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1
Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).
17. fundur – 10. janúar 2023.
Fjarfundur
Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðný Zoëga (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS) og Kristján Jónasson (KJ).
Fjarverandi: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ)
Gestir fundar: Ásta Kristín Óladóttir (ÁKÓ) og Michaela Hrabalikova (MH), Landmælingum Íslands.
Fundarritari: BL
Fundur hófst kl. 9 .
Vefsjá Landmælinga. ÁKÓ og MH sögðu frá áframhaldandi þróun vefsjár sem sett er saman sérstaklega fyrir faghópa RÁ. Hún inniheldur ýmiss konar landupplýsingagögn sem koma að gagni við mat á verðmætum svæða og áhrifum virkjana. Auk þess hefur verið þróað gagnvirkt þrívíddarlíkan sem er aðgengilegt á sama vefsvæði og leyfir skoðun á vindorkusvæðum frá ýmsum sjónarhornum. Þar er sömuleiðis hægt að fá hugmynd um sýnileika vindmyllna frá tilteknum útsýnispunktum. Meðlimir faghóps voru beðnir um að koma með tillögur að frekari gögnum sem gætu átt heima í sjánni, en hún er enn í þróun.
Næsti fundur. Áætlað er að halda næsta fund þann 17. janúar. Gestur fundarins verður Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í grasafræði við HÍ, en hún hefur langa reynslu af starfi fyrir RÁ. Rætt var hvaða upplýsingar kæmu að mestu gagni fyrir meðlimi faghópsins, t.d. þróun aðferðafræði og það umhverfi sem rammaáætlun er sprottin úr.
Fundi slitið kl. 10:15