18. fundur faghóps 1, 17.01.2023
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1
Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).
18. fundur – 17. janúar 2023.
Fjarfundur
Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS) og Kristján Jónasson (KJ).
Guðný Zoëga (GZ) boðaði forföll.
Gestur fundar: Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands.
Fundarritari: BL
Fundur hófst kl. 9
ÞEÞ, sem hefur langa reynslu af starfi fyrir RÁ, sagði frá aðdraganda og tilurð rammaáætlunar í víðu samhengi, þróun aðferðafræði og reynslu úr fyrri áföngum. Í kjölfarið spunnust fjölbreyttar umræður um viðföng, vogtölur, AHP-greiningu og fleira.
Rætt var um efni næsta fundar, en áætlað er að hann verði sameiginlegur með faghópi 2. Farið var yfir hvað rætt skyldi, s.s. viðföng sem skarast, aðferðafræði og möguleikar á sameiginlegum rannsóknum.
Fundi slitið kl. 11:30