29. fundur faghóps 1, 09.05.2023
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1
Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).
29. fundur – 9. maí 2023.
Fjarfundur.
Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðný Zoëga (GZ) , Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ).
Forföll: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB).
Fundarritari: BL
Fundur hófst kl. 9
HHÆ greindi frá nýlegum fundi formanna faghópa með verkefnisstjórn. Þar var greint frá vindorkuhugmyndum sem eru til mats í 5. áfanga RÁ, auk þeirra vatnsaflskosta sem þegar hafa verði teknir til umræðu.
Rætt var um mat á gæðum gagna fyrir þær virkjanahugmyndir sem þegar eru á borði faghópsins. Lögum samkvæmt á mat viðeigandi stofnana að liggja fyrir áður en matsferli hefst. Undirbúin hafa verið skjöl með yfirliti yfir virkjanahugmyndir sem meðlimir faghóps þurfa að yfirfara og bæta við upplýsingum þar sem við á.
Rætt var um rannsóknir sem áætlað er að gera í sumar og praktísk atriði þar að lútandi. Gera þarf áætlanir og meta kostnað sem fyrst.
Fundi slitið kl. 11:05