37. fundur faghóps 1, 12.09.2023
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1
Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).
37. fundur – 12. september 2023.
Fjarfundur
Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Guðný Zoëga (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Kristján Jónasson (KJ),
Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS)
Forföll: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ)
Fundarritari: BL
Fundur hófst kl. 14
1. Farið var yfir stöðu þeirra rannsókna sem voru í gangi í sumar og rætt m.a. um fornleifaskráningu, jarðfræði og landslag.
2. Rifjuð var upp staðan á endurmatsverkefnum, sérstaklega Skrokköldu og Héraðsvötnum. Reiknað er með að skila niðurstöðum fyrir 1. október.
3. Mat á gæðum gagna. Umhverfisstofnun er búin að skila sínum niðurstöðum; Náttúrufræðistofnun enn að vinna í sínu og von er á formlegri umsögn frá Minjastofnun.
4. Rætt var um ferðir sem eru framundan til að skoða virkjanakosti. Framundan eru ferðir í Alviðru, Hrútavirkjun, Hrútmúlavirkjun og í framhaldinu býðst nokkrum í hópnum að fljúga norður til að skoða Hnotastein og Vindheima.
5. JEJ greindi frá fundi sem hann og HHÆ áttu nýlega með Tómasi Grétari Gunnarssyni. Þar var rætt um líkan sem m.a. spáir fyrir um fjölbreytileika fugla eftir landsvæðum. Ætlunin er að tengja þess gögn inn á vefsjá Rammaáætlunar hjá Landmælingum.
6. Að lokum var rætt um matsvinnu sem er framundan og í hvaða röð eigi að taka virkjanakosti fyrir. Í því samhengi var m.a. rifjuð upp umræða um áhrifasvæði, ekki síst fyrir viðfangið landslag.
Fundi slitið 15:12.