38. fundur faghóps 1, 3.10.2023

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1 

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ). 

38. fundur – 3. október 2023.   

Fjarfundur

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Guðný Zoëga (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Kristján Jónasson (KJ),

Edda Ruth Hlín Waage (ERW, mætti kl. 10), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS)

Forföll: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ)

Fundarritari: BL 

Fundur hófst kl. 9

1. HHÆ greindi frá endurmatsmálum sem eru í forgangi hjá verkefnisstjórn. Sérstaklega var rædd staða skýrslu um Héraðsvötn, sem er á lokametrunum.

2. HHÆ vakti máls á rannsóknum á viðföngum sem eru í gangi vegna nokkurra virkjanakosta og minnti á að skiladagur nálgast – er hjá flestum 15. október.

3. Rætt var vítt og breitt um nýliðnar ferðir sem farnar hafa verið í sumar og haust á slóðir virkjanakosta, upplifun fólks af þeim og spurningar sem hafa vaknað í kjölfarið.

4. KJ kynnti einkunnagjöf fyrir jarðminjar og vatnafar á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Hamarsvirkjunar. Að lokinni kynningu var rætt almennt um fyrirkomulag kynninga, einkunnagjöf og nálgun á einstök viðföng. Sömuleiðis um lokaröðun virkjanakosta með AHP-greiningu.

5. Að lokum var rætt um skipulag matsvinnu fram á næsta ár. HHÆ mun leggja fram áætlun um fjölda funda, niðurröðun viðfanga/virkjanakosta og fundatíma.

Fundi slitið kl. 11.