4. fundur faghóps 1, 17.05.2022
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1
í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
4. fundur – 17. maí 2022, kl. 9:30-10:30
Fjarfundur
Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoega (GZ), Jón Einar Jónsson (JEJ), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ)
Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB) og Jón S. Ólafsson (JSÓ) boðuðu forföll
Gestur fundar: Ása L. Aradóttir (ÁLA)
Fundarritari: HHÆ
Gestur fundarins var Ása L. Aradóttir (sem sat í faghópi 1 í 3. áfanga og var formaður hans í 4. áfanga) sem ræddi við faghópinn vinnuna, verklagið og rannsóknir í 4. áfanga rammaáætlunar. Mikilvægt var að fá ÁLA á fund faghópsins til að sú reynsla og þekking sem fæst með vinnu hvers áfanga nýtist áfram.
HHÆ minnti á opinn kynningarfund um rammaáætlun sem verður 18. maí n.k. kl. 14-16 sem haldinn verður í Öldu, Skúlagötu 4.
Fundi slitið kl. 10:30