58. fundur faghóps 1, 22.1.2024

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).

58. fundur – 22. janúar 2024.

Staðfundur í Lögbergi, Háskóla Íslands
Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth
Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ – mætti
kl. 10.30), Jón Einar Jónsson (JEJ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Kristján Jónasson
(KJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS).
Fundarritari: BL

Fundur hófst kl. 10

1. ERW kynnti endurskoðaðar aðferðir við mat á landslagi og víðernum. M.a.
var fjallað um afmörkun áhrifasvæða vindmyllukosta og gögn sem liggja að
baki matinu.
2. Almenn umræða um skilgreiningu áhrifasvæða virkjana.
3. GRJ og ERW kynntu nálgun við mat á fagurferðilegu gildi landslags sem
byggir á eigindlegum rannsóknum þeirra undanfarin ár. Á grundvelli þeirra
rannsókna hefur verið sett saman könnun sem verður lögð fyrir meðlimi
faghóps.
4. GRJ og ERW lögðu umrædda könnun fyrir alla meðlimi faghóps. Henni er
ætlað að varpa ljósi á fagurferðilega upplifun þeirra á landslagi matssvæða
sem liggja fyrir í RÁ5. Einkunnir fyrir fagurferðilegt gildi landslags (sem
áður var sjónrænt gildi) verða byggðar á niðurstöðunum.

Fundi slitið kl. 16.30