6. fundur faghóps 1, 07.06.2022
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1
í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
6. fundur – 7. júní 2022, kl. 9:30-11:30
Fjarfundur
Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðný Zoega (GZ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ)
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, Ívar Örn Benediktsson og Jón Einar Jónsson boðuðu forföll.
Gestur fundar: Herdís Helga Schopka (HHS)
Fundarritari: HHÆ
Kynning á viðföngum: Haldið var áfram með kynningu á viðföngum. Á fundinum kynnti JSÓ mat á verðmætum og áhrifum virkjana á fiska og hryggleysingja sem tilheyra undirviðfanginu „vatnadýr“.
Herdís Helga Schopka, starfsmaður verkefnastjórnar og tengiliður hennar við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, kom inn á fundinn og kynnti fyrirkomulag þjónustubeiðna og greiðslna vegna vinnuframlags faghópsmeðlima en minnisblað um fyrirkomulagið er í ritun hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.
Rætt var um fyrirkomulag funda eftir sumarfrí en einn fundur er eftir áður en sumarfrí hefjast. Ákveðið var að byrja aftur að funda í fyrsta lagi í byrjun september vegna útivinnu og fría faghópsmeðlima.
Fundi slitið kl. 11:30