62. fundur faghóps 1, 13.2.2024
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1
Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).
62. fundur – 13. febrúar 2024.
Fjarfundur Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Kristján Jónasson (KJ), Kristín Svavarsdóttir (KS).
Fundarritari: BL
Fundur hófst kl.9
1. HHÆ greindi frá nýlegum fundi með verkefnisstjórn þar sem rætt var um viðbrögð við athugasemdum sem borist hafa vegna Héraðsvatna. Samráðstími er til 14. mars.
2. Rætt var um framhald matsvinnunnar og með hvaða hætti henni yrði haldið áfram. Stefnt er að því að ljúka fyrst mati á vatnsaflsvirkjunum og Bolaöldu áður en lokið verður við vindorkukosti.
3. HHÆ greindi frá fundi sem hún átti nýlega með sérfræðingum Landmælinga, en þar var m.a. rætt um misræmi í afmörkun áhrifa- og framkvæmdasvæða vatnsaflsvirkjana í kortasjá. Kanna þarf hvað er rétt í þessum efnum, hvernig áhrifa- og framkvæmdasvæði eru skilgreind og hvernig gagnaskilum frá virkjanaaðilum er háttað.
4. HHÆ greindi frá sameiginlegu einkunnaskjali fyrir meðlimi faghóps. Rifjað var upp í framhaldinu hvernig AHP-greining fer fram.
5. Að lokum var rætt lauslega um virkjanakosti í biðflokki og hvort þeir komi til kasta faghópsins.
Fundi slitið kl. 10:25