63. fundur faghóps 1, 15.2.2024

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1

 Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ). 

 63. fundur – 15. febrúar 2024. 

Fjarfundur Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Kristín Svavarsdóttir (KS). 

Forföll: Kristján Jónasson (KJ) 

Gestir fundarins milli kl. 14 og 15 voru Michaela Hrabalikova (MH) og Marco Pizzolato frá Landmælingum Íslands. 

Fundarritari: BL 

Fundur hófst kl.14 

1. MH fór yfir áhrifasvæði Tröllárvirkjunar eins og það hefur verið skilgreint í kortasjá. Miðað við fyrirliggjandi forsendur virðist m.a. ljóst að þar eigi eftir að afmarka áhrifasvæði meðfram Skálmardalsá. Farið var yfir skilgreind áhrifa- og framkvæmdasvæði fleiri vatnsaflsvirkjana og þau borin saman. 

2. Rætt var almennt um gögn og með hvaða móti þau berast frá virkjanaaðilum og/eða Orkustofnun til faghópa. Ljóst er að ferlið þarf að vera skýrt og samræmi milli virkjanakosta sem teknir eru til skoðunar í Rammaáætlun. Send verður fyrirspurn til verkefnisstjórnar um málið. 

3. Rætt var um sameiginleg einkunnaskjöl faghópsins og framhald matsvinnunnar.

Fundi slitið um kl. 16