64. fundur faghóps 1, 22.2.2024
Fundarfrásögn
Fundur faghóps
1 Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).
64. fundur – 22. febrúar 2024.
Fjarfundur
Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB – fór af fundi kl. 14:50), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ)
Forföll: Guðný Zoëga (GZ)
Fundur hófst kl.14
1. Rætt var um athugasemdir Landsvirkjunar við endurmat á Héraðsvötnum. Nokkrir meðlimir faghóps munu kynna sér þær.
2. KS kynnti hluta af gögnum og matsvinnu fyrir vistkerfi, plöntur og jarðveg v/ Bolaöldu. Síðari hluti kynningar fer fram síðar.
3. Rætt var um afmörkun framkvæmdasvæða í kortagrunni RÁ, m.a. að framkvæmdasvæði hlýtur alltaf að teljast til áhrifasvæðis. Michaela Hrabalikova hjá Landmælingum verður hópnum áfram innan handar við samræmingu virkjanakosta.
Fundi slitið kl. 15:30