66. fundur faghóps 1, 29.2.2024
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1
Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).
66. fundur – 29. febrúar 2024.
Fjarfundur
Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB – fór af fundi um kl. 14:30), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ)
Fundarritari: BL
Fundur hófst kl. 14
1. Rætt var um skil á skýrslu vegna vatnsaflskosta og Bolaöldu og hvaða áföngum í skýrslugerð þyrfti að ljúka fyrst: Fylla út gátlista, yfirfara einkunnir og samræma með kynningum á fundum. Eldri skýrsla úr 4. áfanga höfð til hliðsjónar.
2. Almennt var rætt um dagskrá funda í næstu viku, sem eru staðfundir á Hafrannsóknarstofnun.
3. Rætt var um aðferðir í AHP-greiningu, sem er framundan.
Fundi slitið kl. 16:10.