69. fundur faghóps 1, 21.3.2024

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1 

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ). 

69. fundur – 21. mars 2024. 

Fjarfundur 

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ – mætti um kl. 14), Guðný Zoëga (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB),Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KJ) Forföll: Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Kristín Svavarsdóttir (KS) 

Fundarritari: BL 

Fundur hófst kl. 14 

1. Farið var yfir umsagnir og athugasemdir sem borist höfðu eftir opið umsagnarferli um Héraðsvötn. Einstök atriði voru rædd. 

2. Rætt var um skipulag næstu funda, m.a. AHP greiningu sem er framundan. 

3. Farið var yfir skjal sem veitir yfirlit yfir einkunnagjöf fyrir öll viðföng ásamt rökstuðningi. 

4. Farið var yfir drög að aðferðafræði í drögum að skýrslu um vatnsaflsvirkjanir og Bolaöldu. 

Fundi slitið kl. 16.