71. fundur faghóps 1, 9.4.2024

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1 

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ). 

 71. fundur – 9. apríl 2024. 

Fjarfundur Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ) Forföll: Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB) 

Fundarritari: BL 

Fundur hófst kl. 9 

1. HHÆ greindi frá því að hún hefði rætt vogtölur við þátttakendur í fyrri áföngum RÁ. Almennt er talið æskilegt að halda þeim óbreyttum. 

 2. Ýmsar umræður fóru fram um undirbúning vegna AHP-greiningar. Meðal annars var rætt um að hver og einn rifjaði upp fyrirliggjandi einkunnir og samantektir og sömuleiðis var rætt hvort skoða ætti virkjanakosti úr eldri áföngum RÁ til samanburðar. 

 3. Rætt var um framhald vinnu innan faghópsins, m.a. hvenær reiknað væri með að skila mati vegna vindorkukosta. 

Fundi slitið kl. 10:10.