75. fundur faghóps 1, 7.5.2024
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1
Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).
75. fundur – 7. maí 2024.
Fjarfundur
Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS) Forföll: Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Kristján Jónasson (KJ).
Fundarritari: BL
Fundur hófst kl. 9
1. JSÓ kláraði að fara yfir allar einkunnir vindorkukosta v/ vatnalífs.
2. HHÆ greindi frá því í framhaldinu að komin væru skýrsludrög fyrir vindorku sem hægt væri að byrja að bæta við texta fyrir einstök viðföng og aðferðafræði.
3. KS kynnti gögn og matsvinnu fyrir plöntur vegna nokkurra vindorkukosta: Mosfellsheiðarvirkjana I og II, Hnotasteins, Hrútavirkjunar, Hrútmúlavirkjunar, Vindheima og Reykjanesgarðs.
4. Að lokum var rætt um viðfangsefni næstu funda.
Fundi slitið kl. 11:10