78. fundur faghóps 1, 23.5.2024
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1
Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).
78. fundur – 23. maí 2024.
Fundur á Hafrannsóknastofnun Mætt: Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón S. Ólafsson, Kristín Svavarsdóttir (KS – mætti kl. 9:30), Kristján Jónasson (KJ). Forföll: Jón Einar Jónsson (JEJ).
Fundarritari: BL
Fundur hófst kl. 9
1. Almennar umræður um skipulagið framundan, m.a. rætt hvenær standi til að skila endanlegri skýrslu fyrir vindorkukosti.
2. KJ og ÍÖB kynntu samræmingu á einkunnum fyrir jarðminjar og vatnafar.
3. KS kynnti samræmingu einkunna fyrir vistkerfi og jarðveg.
4. Unnið var sameiginlega að ýmsum atriðum fyrir skýrslu v/ vindorkukosta: Farið yfir gátlista, einkunnatöflur o.fl.
5. Rætt var um framhald vinnunnar, tímasetningu á AHP-greiningu og einkunnaskil
Fundi slitið kl. 16