79. fundur faghóps 1, 28.5.2024
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1
Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).
79. fundur – 28. maí 2024.
Fjarfundur Mætt: Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðný Zoëga (GZ), Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón S. Ólafsson, Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ). Forföll: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Jón Einar Jónsson (JEJ).
Fundarritari: BL
Fundur hófst kl. 9
1. Farið var yfir töflu sem inniheldur einkunnir fyrir verðmæti og áhrif allra viðfanga v/ vindorkukosta.
2. Almennt var rætt um aðferðafræði við mat á vindorkukostum, vægi einstakra viðfanga og sérstaklega um áhrif vindmyllna á landslag, víðerni og fugla.
3. Rætt var um að hluta niðurstaðna yrði skilað til verkefnisstjórnar fyrir sumarfrí. Reiknað er með að það verði einkunnir, gátlistar og viðauki með stuttum rökstuðningi einkunna fyrir einstök viðföng.
Fundi slitið kl. 10:45