82. fundur faghóps 1, 13.08.2024
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1
Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).
82. fundur – 13. ágúst 2024.
Fjarfundur
Mætt: Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðný Zoëga (GZ), Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Jón Einar Jónsson (JEJ), Kristín Svavarsdóttir (KS).
Forföll: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón S. Ólafsson, Kristján Jónasson (KJ)
Fundarritari: BL
Fundur hófst kl. 9.
1. Rætt var um AHP-greiningu fyrir vindorkukosti sem er næsta verkefni á borði faghópsins. HHÆ sendir gögn á hópinn fyrir þann fund sem er boðaður 20. ágúst nk.
2. JEJ kynnti drög að vinnu um áhrif vindorkukosta á fugla sem verður hluti af lokaskýrslu faghópsins.
3. Farið var yfir verkefni sem eru framundan hjá faghópnum á haustmánuðum. M.a. liggur fyrir að ljúka þurfi skýrslu um vindorkukosti og svara athugasemdum sem liggja fyrir í samráðsgátt.
Fundi slitið kl. 10