84. fundur faghóps 1, 3.9.2024
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1 í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).
84. fundur – 3. september 2024.
Fjarfundur
Mætt: Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ); Guðný Zoëga (GZ), Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson; Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ)
Forföll: Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB)
Fundarritari: BL
Fundur hófst kl. 9.
1. JEJ fór yfir kafla um fugla í drögum að skýrslu um vindorkukosti og var hann ræddur í víðu samhengi, m.a. hvernig hann yrði settur fram og fyrirsjáanleg áhrif á þróun aðferðafræði.
2. EW og GRJ greindu frá yfirstandandi vinnu við kafla um landslag og víðerni sem birtast á í skýrslu um vindorkukosti.
3. HHÆ fór örstutt yfir vafaatriði sem komu upp vegna AHP greiningar fyrir viðfangið lífverur.
4. Flest fóru af fundi kl. 11 en JEJ, JSÓ, HHÆ og KS sátu lengur og luku við AHP greiningu fyrir lífverur.
Fundi slitið kl. 12