85. fundur faghóps 1, 10.09.2024

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1 í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ). 

 85. fundur – 10. september 2024. 

 Fjarfundur 

Mætt: Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW) , Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson, Kristján Jónasson (KJ). EW og JSÓ fóru fyrr af fundi. 

Forföll: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Kristín Svavarsdóttir (KS) 

Fundarritari: BL 

 Fundur hófst kl. 9. 

1. Farið var yfir niðurstöður AHP-greiningar fyrir vindorkukosti og rætt um þær í víðu samhengi, m.a. röðun kosta. Ljóst er að greiningin gefur að sumu leyti meira afgerandi niðurstöður en einkunnir, sem voru almennt á þröngu bili. 

 2. Lesið var yfir drög að skýrslu um mat á vindorkukostum, ýmsar athugasemdir ræddar og unnið í texta. 

Fundi slitið kl. 11:50