86. fundur faghóps1, 1.10.2024
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1 í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).
86. fundur – 1. október 2024.
Fjarfundur
Mætt: Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB); Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson, Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ)
Engin forföll
Fundarritari: BL
Fundur hófst kl. 9.
1. Farið var yfir heimildaskráningu í drögum að skýrslu um mat á vindorkukostum.
2. Rætt var um niðurstöður AHP greiningar v/ mats á vindorkukostum. Páll Jensson hefur verið faghópnum til aðstoðar og m.a. kannað samræmi greiningarinnar við einkunnagjöf. Hluti hópsins mun hitta Pál fljótlega til að ræða hluta af niðurstöðum greiningarinnar.
3. Farið var yfir kafla ERW og GRJ um landslag og víðerni í skýrsludrögunum og hann ræddur vítt og breitt.
4. Farið var yfir lista yfir umsagnir úr samráðsferli vegna vatnsaflsvirkjana og Bolaöldu. Bregðast þarf við athugasemdum fljótlega.
Fundi slitið kl. 11:15