9. fundur faghóps 1, 27.09.2022
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1
í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
9. fundur – 27. september 2022, kl. 9:00-11:00
Fjarfundur
Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðný Zoega (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ)
Fundarritari: HHÆ
Gestur fundar: Tómas Grétar Gunnarsson (TGG)
Kynning á viðföngum: Gestur fundarins var TGG sem sat í faghópi 1 í 3. og 4. áfanga rammáætlunar og hefur mikla reynslu af rannsóknum og mati á undirviðfanginu „fuglar“. TGG hélt erindi og svaraði spurningum faghópsins um mat á fuglum úr 4. áfanga rammaáætlunar. Hann greindi frá þeim göngum sem lögð eru til grundvallar fyrir fugla og sagði frá nýjum líkönum sem skýra útbreiðslu algengra landfugla og voru notuð ásamt gögnum Náttúrufræðistofnunar til að meta auðgi og áhrif á fugla. Einnig var rætt um hvernig meta eigi áhrif vindorku á fugla.
HHÆ kynnti stuttlega þá virkjunarkosti sem verkefnisstjórn hefur fengið til umfjöllunar. Virkunarkostunum má skipta í þrjá flokka, a. vindorkukostir; b. virkjanakostir sem Alþingi gerði breytingar á í júní 2022 og flokkaði í biðflokk; c. aðrir virkjunarkostir í biðflokki. Fjallað verður nánar um virkjanakostina og hvernig haga eigi mati á þeim á næsta fundi.
Fundi slitið kl. 11:00