95. fundur faghóps 1, 11.02.2025
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1 Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).
95. fundur – 11. febrúar 2025
Fjarfundur
Mætt: Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ – mætti kl. 9.30), Kristján Jónasson, Kristín Svavarsdóttir (KS),
Forföll: Guðný Zoëga (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB)
Fundarritari: BL
Fundur hófst kl. 9
1. Rædd voru drög að skýrslu um aðferðafræði rammaáætlunar sem kynnt var á síðasta fundi. Meðlimir faghópsins lesa yfir það sem snýr að þeirra hluta aðferðafræðinnar og gera athugasemdir.
2. Farið var yfir stöðu á svörum faghópsins við umsögnum í samráðsgátt. Stofnað hefur verið sameiginlegt skjal þar að lútandi.
Fundi slitið kl. 10