11. fundur faghóps 2, 10.01.2023
Fundarfrásögn
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
11. fundur, 10.01.2023, kl. 13:30-15:45
Fundur haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF) Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ) og Unnur Svavarsdóttir (US).
Fundarritari: SSJ
Fundur settur kl. 13:30
- Rannsóknaverkefni staðan: ADS greindi frá því að verkefnastjórn er búin að samþykkja að farið verði í tvö rannsóknaverkefni sem faghópur 2 lagði til. Annars vegar er um að ræða endurtekna rannsókn á fræðilegri úttekt á áhrifum vindorku á ferðamennsku og útivist og hinsvegar endurtekna rannsókn á fræðilegri úttekt á áhrifum vindorku á aðra landnýtingu. ADS og BM skoða hverjir geta tekið að sér þessi verkefni.
- Næsti fundur 18.01. Starfsmenn Landmælinga Íslands verða með okkur á fundinum og fara yfir eldri gögn frá faghópnum og kynna þau verkfæri sem við getum notað í kortasjánni sem LMÍ hafa sett upp.
- Upprifjun á aðferðafræði faghóps 2. Aðferðafræði faghóps 2 rifjuð upp og farið yfir ferðasvæði, áhrifasvæði, viðföng og leiðbeiningar um mat á viðföngum. Einu ferðasvæði gefnar virðismats einkunnir.
Fundi slitið kl. 15:45