13. fundur faghóps 2, 31.01.2023

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

13. fundur, 31.01.2023, kl. 13:30-15:30

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir, Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF) Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ).

Unnur Svavarsdóttir boðaði forföll

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 13:30 

  1. Fundir og fleira 
    • Þriðjudaginn 24. janúar s.l. var sameiginlegur fundur faghópa 1 og 2. Á fundinum var m.a. rætt um landslag, mat á gildi landslags og mögulega skörun milli faghópa. Einnig var rætt um gögn sem myndu nýtast milli faghópa og upplýsinga- og gagnaflæði. Ekki er búið að ákveða annan fund sömu faghópa en því velt upp hvort réttast væri að formenn faghópanna myndu klára þau mál sem voru rædd á fundinum og lúta m.a. að skörun einstakra þátta og upplýsinga- og gagnaflæði milli faghópa. 
    • ADS vakti athygli á opnum fundi Landsvirkjunar sem haldinn verður fimmtudaginn 2. febrúar n.k. undir yfirskriftinni: „Hvað gerist þegar vindinn lægir? – Aflstaða raforkukerfisins og áhrif á þróun vindorku“. Hvatti hún meðlimi faghópsins til að skrá sig á fundinn ef þau hefðu tök á en honum verður einnig streymt. 
    • ADS minnti á opinn fund verkefnastjórnar sem verður haldinn 15. febrúar n.k.. 
    • ADS kom fram með hugmynd að rannsóknaverkefni um upplifun ferðafólks af svæðinu í kringum Búrfellslund fyrir og eftir uppbyggingu vindorkuversins. ADS mun skoða hugmyndina betur og kanna möguleika á framkvæmd slíks verkefnis hjá verkefnastjórn. 
  2. Upprifjun á aðferðafræði faghóps 2 – frh. 
    • Haldið áfram að rifja upp aðferðafræði faghóps 2 og meta virði ferðasvæða. 
    • Fyrirhugaður fundur faghópsins þann 7. febrúar fellur niður og verður næsti fundur 14. febrúar.

Fundi slitið kl. 15:30