17. fundur faghóps 2, 07.03.2023
Fundarfrásögn
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
17. fundur, 07.03.2023, kl. 13:30-15:20
Fundur haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ).
Unnur Svavarsdóttir boðaði forföll
Fundarritari: SSJ
Fundur settur kl. 13:30
Spurningakönnun faghóps 3
Farið yfir drög að spurningakönnun faghóps 3 á landsvísu um viðhorf almennings til virkjana. ADS mun koma athugasemdum faghóps 2 til formanna annarra faghópa og formanns verkefnastjórnar.
Annað
- Sérfræðingar faghópa F1 og F2 munu í framhaldi af þessum fundi hittast og funda um endurmat á Skrokkölduvirkjun og mögulegt samstarf faghópanna um greiningar á áhrifum virkjunarinnar á víðerni annars vegar og friðlýst svæði Vatnajökulsþjóðgarð hins vegar.
- Endurmat virkjunarkosta frá 4. áfanga. SGÞ mun á næsta fundi faghópsins kynna umhverfi og áhrifasvæði Hamarsvirkjunar í máli og myndum.
- Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 14. mars n.k. kl. 13:30.
Fundi slitið kl. 15:20