18. fundur faghóps 2, 14.03.2023

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

18. fundur, 14.03.2023, kl. 13:30-15:30

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ).

Anna G. Sverrisdóttir og Unnur Svavarsdóttir boðuðu forföll

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 13:30 

  1. Spurningakönnun faghóps 3 um viðhorf almennings til virkjana

ADS greindi frá því að faghópur 3 muni senda okkur nýja útgáfu af spurningakönnun til yfirlestrar þegar hann hefur farið yfir og tekið tillit til þeirra athugasemda sem bárust.

  1. Endurmat virkjunarkosta frá 4. áfanga - Hamarsvirkjun

SGÞ kynnti umhverfi og áhrifasvæði Hamarsvirkjunar. Kynningin mun nýtast vel þegar vinna við mat á virkjunarkostum í 5. áfanga hefst en reiknað er með að virkjunarkostir frá 4. áfanga verði endurmetnir.

  1. Endurmat á Skrokkölduvirkjun frá 3. áfanga

ADS greindi frá því að hún og SSJ hefðu fundað með sérfræðingum úr faghópi 1 vegna endurmats á áhrifum virkjunarinnar á víðerni annars vegar og friðlýst svæði Vatnajökulsþjóðgarð hins vegar. Faghópur 1 vinnur að því að móta betur aðferðafræði faghópsins við mat á landslagi og telur að endurmat á Skrokkölduvirkjun nýtist vel í þeirri mótun. Faghópur 1 mun útbúa og leggja fram rannsóknaáætlun fyrir sumarið en gert er ráð fyrir að þessum greiningum verið skilað í september 2023. Á fundinum kom fram að gott væri að fara í vettvangsferð í sumar og skoða aðstæður við virkjunina. Undir það tóku meðlimir faghóps 2 og er mikilvægt að fá dagsetningu á vettvangsferð sem fyrst.

Árið 2015 var gerð rannsókn á áhrifum Skrokkölduvirkjunar og Hágönguvirkjunar á ferðaþjónustu og voru niðurstöður hennar birtar í skýrslunni Viðhorf ferðamanna og ferðaþjónustuaðila til Hágönguvirkjunar og Skrokkölduvirkjunar í 3. áfanga rammáætlunar. Það er mat faghópsins að nauðsynlegt sé að fá nýrri gögn vegna endurmats á Skrokkölduvirkjun og mun ADS setja upp rannsóknaáætlun fyrir slíkt verkefni sem unnið yrði í sumar.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 28. mars n.k. kl. 13:30.

Fundi slitið kl. 15:25