20. fundur faghóps 2, 04.04.2023
Fundarfrásögn
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
20. fundur, 04.04.2023, kl. 13:30-15:45
Fundur haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ) og Unnur Svavarsdóttir (US).
Fundarritari: SSJ
Fundur settur kl. 13:30
Fréttir af fundi með verkefnisstjórn
Tímalína að skýrast en formlegar skiladagsetningar verkefna liggja ekki fyrir. Gert er ráð fyrir að faghópar 1 og 2 skili greinargerð um Skrokkölduvirkjun í september, endurmati á virkjunarkostum vatnsafls úr 4. áfanga verði einnig skilað í september, mati á Bolaöldu í september/október og endurmati á einhverjum vindorkukostum úr 4. áfanga í framhaldi af því. Enn er óljóst hvaða aðrir vindorkukostir verði metnir í Rammaáætlun 5 og því enn ekki hægt að gera rannsóknatillögur þar af lútandi.
Skrokkalda. Faghópur 2 lagði fram rannsóknatillögu í 4 þáttum fyrir Skrokköldu sem var endurtekning á rannsókn faghóps 2 frá 2015 en verkefnisstjórn taldi hana of viðamikla fyrir þetta verkefni. Faghópur 2 telur mikilvægt að rannsaka 2 þætti og mun ADS leggja fram endurskoðaða rannsóknatillögu þar af lútandi.
Endurmat virkjunarkosta frá 4. áfanga
Vegna endurmats á Hvanneyrardalsvirkjun, Tröllárvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun telur faghópur 2 nauðsynlegt að einn meðlimur faghópsins fari í vettvangsferð og skoði virkjunarsvæðin m.t.t. áhrifa virkjananna á ferðaþjónustu og útivist og skili í framhaldinu greinargerð til faghópsins. HF og ETF munu leggja fram áætlun um umfang þeirra verkefna og í framhaldinu mun ADS sækja um þau til verkefnisstjórnar.
Rannsókn vegna Bolaölduvirkjunar
Rannsóknamiðstöð ferðamála (RM) er tilbúið að gera rannsókn á svæðinu. Farið yfir drög að rannsóknartillögu RM, gerðar nokkrar athugasemdir og lagt til að umfang rannsóknarinnar verði minnkað. ADS mun leggja til við verkefnastjórn að hún gangi til samninga við RM um endurskoðaða rannsóknartillögu. Rannsóknaskýrsla verði tilbúin í lok september svo mat geti farið fram í október.
Næstu fundir
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 18. apríl n.k. kl. 13:30. Í framhaldinu verði vikulegir fundir á miðvikudögum kl. 14:00-16:00 frá 26. apríl til og með 31. maí.
Fundi slitið kl. 15:45