21. fundur faghóps 2, 26.04.2023
Fundarfrásögn
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
21. fundur, 26.04.2023, kl. 14:00-16:00
Fundur haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ) og Unnur Svavarsdóttir (US)
Einar Torfi Finnsson boðaði forföll
Fundarritari: SSJ
Fundur settur kl. 14:00
Staða mála
ADS greindi frá stöðu mála.
Skrokkalda. Verkefnisstjórn hefur samþykkt endurskoðaða rannsóknatillögu faghóps 2 vegna Skrokkölduvirkjunar þar sem 2 þættir verða rannsakaðir í stað 4. Annars vegar verður gerð könnun meðal ferðaþjónustuaðila og hinsvegar tekin viðtöl við stjórnendur friðlýstra svæða í nágrenni virkjunarinnar, þ.e. Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjórsárvera.
Vettvangsferðir vegna endurmats vatnsaflsvirkjana á Vestfjörðum og Hamarsvirkjunar. Áætlun um umfang vettvangsferða HF og ETF verður send inn til verkefnisstjórnar þegar ETF kemur til landsins.
Kortasjá. Tvær nýjar þekjur hafa bæst við grunn Landmælinga, annars vegar frístundahús og hinsvegar reiðleiðir frá Landssambandi hestamannafélaga. Rætt um nauðsyn þess að fá inn fleiri gögn/þekjur af opinberum gönguleiðum en þær upplýsingar virðast lítt aðgengilegar. ADS mun kanna stöðu þess hjá Ferðamálastofu.
Mat á virkjunarkostum
ADS kynnti uppfært excel skjal sem notað verður sem grunnur við endurmat virkjunarkosta úr 4. áfanga og mat á Bolaölduvirkjun.
Vinna hafin við virðismat ferðasvæða á áhrifasvæðum virkjunarkosta.
Fundi slitið kl. 16:00