22. fundur faghóps 2, 05.05.2023
Fundarfrásögn
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
22. fundur, 05.05.2023, kl. 13:00-15:00
Fundur haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ) og Unnur Svavarsdóttir (US)
Guðni Guðbergsson boðaði forföll
Fundarritari: SSJ
Fundur settur kl. 13:00
Staða mála
ADS kynnti stöðu mála.
Verkefnisstjórn. Fyrir liggur minnisblað frá verkefnisstjórn með þeim orkukostum sem eru í vinnslu hjá henni og óskað hefur verið eftir að faghópar taki til mats. Fleiri vindorkukostir geta bæst við síðar.
Fundartímar. Fundartímar faghóps 2 á miðvikudögum skarast á við fundartíma verkefnisstjórnar. Samþykkt að færa fundartíma aftur yfir á þriðjudaga og er gert ráð fyrir að funda næstu þriðjudaga, frá kl. 15-17, til og með 13. júní n.k.
Kortasjá. Fleiri gögn hafa bæst við kortasjá Landmælinga og frekari gagna er að vænta þar inn.
Rannsóknir og gögn
Rætt um og teknir saman punktar um frekari upplýsingar sem gott væri að fá fyrir hverja og eina virkjun. Rætt um aðrar rannsóknir sem gætu gagnast vinnu faghópsins m.t.t. þeirra orkukosta sem eru í framangreindu minnisblaði verkefnisstjórnar. BM gerir tillögu að rannsóknaráætlun sem miðar að því að fá upplýsingar um umfang hrossa- og sauðfjárbeitar, ræktun o.fl. á áhrifasvæðum vindorkukosta. ADS gerir tillögu að rannsóknaráætlun um áhrif nýrra vindorkukosta á ferðaþjónustu og útivist.
Aðferðafræði faghóps 2 og næstu skref
Rætt um hvort núverandi viðföng fyrir afþreyingarmöguleika nái nógu vel utan um þá miklu aukningu og þróun sem orðið hefur innan útivistar á Íslandi á allra síðustu árum. Gerðar tillögur að breytingum en ákvörðun um þær bíður næsta fundar.
Gerð drög að dagskrá og vinnutilhögun næstu funda.
Fundi slitið kl. 15.