29. fundur faghóps 2, 12.09.2023

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

29. fundur, 12.09.2023, kl. 15:00-16:50

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnson (HF) og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ).

Einar Torfi Finnsson (ETF) og Unnur Svavarsdóttir (US) boðuðu forföll.

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 15:00 

  1. Vinnan framundan 
    • ADS verður í veikindaleyfi næstu 2-3 vikur og mun SSJ leiða vinnu faghópsins þann tíma. 
    • Ákveðið var að funda tvisvar í viku frá og með næstu viku og fram undir miðjan desember og verða fastir fundartímar faghópsins á þriðjudögum kl. 15-17 og miðvikudögum kl. 14:30-16:30. xx2. 
  2. Rannsókn á viðhorfum ferðaþjónustunnar til Skrokkölduvirkjunar 
    • Guðmundur Björnsson kynnti megin niðurstöður úr rannsókn sumarsins á viðhorfum ferðaþjónustunnar til Skrokkölduvirkjunar en tekin voru viðtöl við ferðaþjónustuaðila sem nýta svæðið á Sprengisandi.
  3. Heimildarýni um áhrif vindorku á ferðaþjónustu 
    • Edita Tverionaite kynnti skýrsluna „Tourism and onshore wind turbines: Literature review“. Um er að ræða uppfærða heimildarýni frá þeirri sem gerð var fyrir faghóp 2 árið 2020.
  4. Kynning á vatnsafls virkjunarkostum á Vestfjörðum 
    • HF hélt kynningu um könnunarferð sem hann fór í sumar um áhrifasvæði Hvanneyrardalsvirkjunar, Tröllárvirkjunar og Skúfnavatnavirkjunar. 
  5. Tímalína verkefnis 
    • SSJ greindi frá hugmyndum formanns verkefnisstjórnar um tímalínu 5. áfanga rammaáætlunar en hann óskaði eftir áliti faghópa á henni. Fyrsta verk er að klára endurmatskosti, þ.e. Þjórsá, Hérðasvötn, Kjalöldu og Skrokköldu en aðeins síðastnefndi kosturinn er inni á borði faghóps 2. Skila þarf greinargerð til verkefnisstjórnar um Skrokköldu í október 2023. 
    • Rætt var um tímalínuna. Faghópurinn telur gerlegt að skila lokaröðun virkjunarkosta og lokaskýrslu snemma á árinu 2024. Faghópurinn taldi jafnframt mikilvægt að meta þá orkukosti sem eru til mats í 5. áfanga rammaáætlunar samtímis og skila einni lokaskýrslu um niðurstöðuna. SSJ mun koma áliti faghóps 2 til formanns verkefnisstjórnar. 
Fundi slitið kl. 16:50