38. fundur faghóps 2
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
38. fundur, 17.10.2023, kl. 15:00-17:00
Fundur haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Unnur Svavarsdóttir (US).
Bryndís Marteinsdóttir (BM) og Einar Torfi Finnsson boðuðu forföll.
Fundarritari: SSJ
Fundur settur kl. 15:00
• Ýmis mál
ADS er komin til baka úr veikindaleyfi og tekur aftur við formennsku í faghópnum.
ADS sagði frá því að sameiginleg skýrsla faghópa 1 og 2 um Skrokkölduvirkjun væri langt komin og stefnt væri að því að aðrir meðlimir faghópanna fái hana til yfirlestrar föstudaginn 20. október. Skýrslan verður síðan rædd á fundi faghópsins 25. október.
ADS greindi frá því að vinna væri hafin að hálfu Carvers o.fl. við að klára að kortleggja víðerni á þeim láglendissvæðum þar sem virkjunarkostir, sem eru til umfjöllunar í RÁ5, eru fyrirhugaðir. Þau gögn verða aðgengileg og munu nýtast þegar mat á áhrifum virkjunarkosta fer fram síðar á árinu.
• Mat á virði ferðasvæða
Unnið að virðismati ferðasvæða á áhrifasvæðum virkjunarkosta.
Fundi slitið kl. 17:00