40. fundur faghóps 2

Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
40. fundur, 25.10.2023, kl. 14:30-16:30

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Unnur Svavarsdóttir (US).

Guðni Guðbergsson (GG) boðaði forföll

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 14:30


Næstu fundir
Miðvikudaginn 1. nóvember kemur Vigdís Freyja Helmutsdóttir og kynnir fyrir okkur niðurstöður úr heimildarýni um áhrif vindorku á aðra landnotkun.

Greinargerð um Skrokkölduvirkjun
Farið yfir drög að greinargerð. Athugasemdir faghópsins við greinargerðina ræddar og teknar saman.

Tímalína RÁ um endurmatskosti
ADS kynnti tímalínu RÁ5 varðandi þá endurmatskosti sem nú eru til umfjöllunar hjá verkefnisstjórn. Af þeim er Skrokkölduvirkjun eini virkjunarkosturinn sem er til umfjöllunar hjá faghópi 2.

Kjalölduveita
ADS kynnti erindi frá verkefnisstjórn varðandi Kjalölduveitu. Það rætt og mun formaður faghópsins gera drög að svari til verkefnisstjórnar.

Fundi slitið kl. 16:30